Ósköp getur maður verið andlaus. Ég hef verið að draga það að skrifa hérna inn því ég veit ekki hvað ég á að skrifa. Þórunn Elísa og Freydís Ólöf urðu 7 mánaða á miðvikudaginn 21 maí. Þær stækka og stækka og þroskast heilan helling. Núna vilja þær ekki liggja lengur á gólfinu og leika sér heldur vilja þær sitja á gólfinu eða þeisa um í göngugrindunum sínum. Stelpurnar eru rosalega duglegar að borða og ef þeim finnst maturinn virkilega góðu þá heyrist í þeim ammammammammamam, rosalega dúllulegt nautnahljóð. Það er kominn sá tími sem að það fer að skiptast út dótið þeirra, í staðinn fyrir ömmustólana koma matastólarnir eða göngugrindurnar og í staðin fyrir leikteppin sem þær lágu á og höfðu dót hangandi í stöng yfir sér er nú skipt út fyrir mottu á gólfinu með fullt af púðum í kring, því þær eru enn smá valtar þegar þær sitja. Við erum einnig að skoða nýja bílstóla en þeir sem þær eru í fara að verða of litlir. Við höfum augastað á stólum frá Graco og er fyrir 9-25 kg sem er mjög gott því þá þurfum við ekkert að spá í því meir, allavega ekki í bráð.
Stelpurnar voru í fyrsta skipti í pössun yfir heila nótt núna á föstudaginn, Bjarney systir og co voru svo elskulega að leyfa stelpunum að gista hjá sér á meðan við Gunnar vorum í matarklúbb. Það gekk eins og í sögu og voru stelpurnar stilltar að vanda, allavega var okkur sagt það hehe. Það er gott að vita af svona góðum barnapíum þar sem að okkur skötuhjúum hefur nú þegar verið boðið í nokkrar kvöldskemmtanir í sumar hihi. Gunnar fer í sumarfrí núna eftir helgi og þá fljótlega koma Matthildur Erla og Alexander Þór og verða hjá okkur á meðan. Við ætlum að eyða 2 fyrstu vikunum í Þorlákshöfn í Eyjahrauninu á meðan Erla amma og Siggi afi eru að spóka sig um í sólinni í Tyrklandi, þetta verður svona smá frí á öðrum stað úr því við förum ekkert til útlanda eða í sumarbústað þetta árið. Svo er bara að vona að það verði almennilegt veður svo að við getum verið úti og leikið okkur og kannski farið í sund. Hendi inn myndum á eftir.
Comments are closed.
Hæhæ skvís 😉
Nýju myndirnar eru alveg æðislegar 🙂 Það er svo langt síðan ég hef séð þær svo mér finnst þær hafa stækkað alveg rosalega og orðnar pínu bollur líka híhí þær eru bara svo krúttlegar 🙂
Bestu kveðujur til ykkar allra
Inga, Hjalli og Gunnar Hólm