Spáið í því: litlu fallegu stelpurnar okkar eru orðnar svo stórar og fallegar. Í tilefni dagsins er búið að dressa þær upp í kjóla og gera þær rosa fínar. Maður verður nú bara einu sinni hálfs árs. Það eru nokkrir sem eiga afmæli þessa dagana, Tinna varð 24 ára 10 apríl, amma Ellý varð 60 ára 16 apríl, Einar Dan varð 12 ára 18 apríl, Urður og Örvar eiga afmæli í dag, Urður 27 ára og Örvar 21 árs og Þrúður frænka verður 35 ára 24 apríl. (Takk fyrir ábendinguna amma Erla) Það var mataboð hjá okkur á miðvikudaginn í tilefni af afmælinu hennar Ellýar ömmu. Þar voru afmælisbarnið, Gunnar afi og flestir afkomendur þeirra, þeir sem sáu sér fært að koma. Svo var haldin veisla á laugardaginn fyrir aðeins stærri hóp, svona fullorðins veisla svo að á meðan voru Freydís Ólöf og Þórunn Elísa í pössun hjá stelpunum hennar Bjarneyjar og gekk það rosalega vel. Þetta voru fínustu veislur, svaka gaman og afmælibarnið lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 50 ára.
Ég hendi kannski saman eins og einni köku í dag svo ef þið eruð á ferðinn endilega kíkið við.
Kossar og knús til allra afmælisbarnanna.
Comments are closed.
Bara svona í tilefni dagsins og líka fyrst þið voruð að telja upp afmælisbörn mánaðarins þá varð Tinna 24 þann 10 og Þrúður verður 35 þann 24 þ.e. á Sumardaginn fyrsta. Og takk fyrir kíkið um helgina og haldið áfram að vera svona kátar.
Hæ takk fyrir samveruna síðasta föstudag.
Það var rosalega gaman að fá að koma svolítið við ykkur.
Vonandi verður ekki svona langt á milli nærst.