Freydís Ólöf og Þórunn Elísa voru í 5 mánaða skoðun í morgun og viti þið hvað, þær eru búnar að þyngjast svo vel að ég ætlaði ekki að trúa því. Það verður því enginn grautur handa þessum dömum fyrr en þær verða 6 mánaða.
En skoðunin kom svona út :
Freydís Ólöf mælist 65,5 cm á lengd, 6970 grömm á þyngd og höfuðmál 42,5 cm. Hún hefur því lengst um 3,5 cm og þyngst um 930 grömm frá því í síðustu skoðun.
Þórunn Elísa mældist 65,5 cm á lengd, 7100 grömm á þyngd og höfuðmál 41,1cm. Er hún þá búin að lengjast um 2,5 cm og þyngjast um 890 grömm frá því síðast.
Við vorum mjög ánægð að heyra þessa tölur því þær æla svo mikið en virðast þyngjast fyrir því. Þær voru sprautaðar við því saman og síðast og stóðu sig eins og hetjur, næstum því engin grátur bara smá snökt í Freydísi. Lækninum fannst smelli svo mjöðmunum á Þórunni svo hann fékk tíma fyrir okkur í ómskoðun hjá Domus Medica. Þar kom allt vel út og útskýrði læknirinn að þetta væri bara svona smellir eins og heyrist oft í hnánum á manni og ekkert til að hafa áhyggjur af en betra er að vera öryggur á því. Svo nú vitum við það að mjaðmirnar á Þórunni Elísu eru í góðu lagi. Páskarnir voru mjög notalegir hjá okkur, Gunnar var í fríi alla vikuna fyrir páska og var Matthildur Erla hjá okkur. Á laugadeginum fylltum við stumpastætóinn (elska þetta nafn, finnst það algjört brill. Takk Jóhanna) af börnum og farangri og héltum til Þorlákshafnar city og gistum þar yfir nóttina. Á páskadeginum fórum við á Selfoss og vorum þar í kvöldmat. Annars höfðum við það bara rólegt heima, kíktum í heimsóknir eða fengum heimsóknir. Við skulum ekkert telja upp hvað var etið mikið af páskaeggjum en Matthildur Erla fékk 2 egg og ég myndi vorkenna hænunni sem þyrfti að verpa stærðinni á eggjunum sem ég og Gunnar borðuðum. Hentum inn nýjum myndum fyrir stuttu og endilega kvittið í gestabókina, ég hef svo gaman af því.
Það er ekki hægt að fá nóg af því að skoða myndirnar af þeim skvísunum…Þær eru svvoooo mikil krútt 😉
æhj, þær eru svo fallegar, Þórunn Elísa svo lík mömmu sinni og Freydís Ólöf svo lík pabba sínum, en samt svo líkar hvor annarri.. litlar krúttbollur 🙂
Og ekki má gleyma Matthildi Erlu, hún er gullfalleg og myndarleg dama. Heppnar skvísur að eiga svona flotta, stóra systur.
Bestu kveðjur, Kolla
hæhæ
bara að kvitta fyrir heimsókinni á síðuna.
Gott að allt gengur vel
sjáumst fljótlega
Hæ hæ
Rosalega dafna stelpurnar vel! Þið getið sko verið ánægð með þetta 🙂
Hafið það sem allra best.
Kv. Jóhanna Sigríður