Já tíminn líður sko hratt og stelpurnar stækka og stækka. Þær eru að standa sig frábærlega vel í sundinu og eru farnar að stunda köfun. Í þriðja sundtímanum setti Óli sundkennari þær einu sinni í kaf og gekk það rosalega vel, enginn grátur en smá skeifa hjá Freydísi sem fór fljótt af. Í fjórða tímanum fengum við svo að setja þær í kaf tvisvar, það gekk mjög vel og er ekkert mál. Mamman er farin að mæta í Hreyfingu á morgnana svo að á meðan hún hristir á sér skrokkinn eru Freydís Ólöf og Þórunn Elísa á barnagæslunni. Það hefur gengið mjög vel, fórum 4 sinnum í vikunni og aldrei þurft að ná í mig vegna stelpnanna. Það er alltaf að komast betri og betri rútína á lífið hér á bæ, nú eru dömurnar sofnaðar fyrir klukkan 23 á kvöldin og vaknar Freydís yfirleitt klukkan 7 til að drekka og sofnar strax aftur en Þórunn svona klukkutíma seinna og dormum við þá til svona 9 en þá förum við á fætur, klæðum okkur, fáum okkur morgunmat og mætum svo í ræktina klukkan 11 eða förum út í göngutúr með vagninn (stelpurnar í vagninum en ekki mamman). Það er algjör draumur hvað þær eru duglegar að sofa á næturnar, þær vakna nærri því aldrei en ef það gerist þá er bara að stinga upp í þær snuddunni og þær sofna aftur. Maður á víst ekki að vera að gorta sig of mikið því maður væri vís til að fá það í hausinn svo við skulu bara segja 7,9,13 og bankað á við. Matthildur kom til okkar á föstudaginn og ætlar að vera hjá okkur yfir páskana. Gunnar verður í fríi alla næstu viku svo það er aldrei að vita hvað við gerum af okkur. Kannski við verðum á rúntinum á nýja fjölskyldubílnum okkar en við vorum að kaupa okkur, Toyota Previa 2000 árgerð 7 manna, það þýðir ekkert annað þegar fjölskyldan er orðin svona stór.
Comments are closed.
Jaaháá strumpastrætó!!! Það er sko málið ;-D
Æðislegar myndirnar af litlu skutlunum í sundinu 🙂
til lukku með nýja bílinn og velkomin í hópinn – við keyrum einmitt um á “strumparútu” Hyundai Starex
nauðsynlegt að eiga svoleiðis þegar börnin eru mörg!
Það var gaman að hitta ykkur í dag – takk fyrir daginn
luvya
frænka og co
Hæhæ skvísur,
Við mæðginin komum suður á mánudag eða þriðjudag svo við getum kíkt í heimsókn strax í næstu viku 😉
Kveðjur,
Inga og Gunnar Hólm