19 vikna sundprinsessur.

Þær eru svo yndislegar þessar stelpur, orðnar 19 vikna og alltaf að læra eitthvað nýtt. Það nýjasta hjá Freydísi Ólöfu er að puðra, þá setur hún þennan fína stút á munninn og reynir að blása af fullum krafti í gegnum varirnar með tilheyrandi hljóðum og slefi. Það er alveg æðislegt. Hún veltir sér yfir á magan alveg á fullu og er yfirleitt komin hálfa leið undir sófa. Í gær fórum við Freydís til Helgu sjúkraþjálfara, Þórunn Elísa var heima hjá pabba sínum sem var lasinn. Helgu leyst vel á Freydísi að vanda og heldur að þetta lagist bara allt að sjálfu sér þegar hún fer að sitja sjálf og styrkjast í baki. Þórunn Elísa tekur lífinu með ró þessa dagana, hún er ekkert að stressa sig á því að vera að velta sér né puðra, hún liggur bara afslöppuð og nýtur lífsins. Hún ætlar hinsvegar að vera tónelsk lítil skvísa en henni þykir mjög gaman að liggja á gólfinu og söngla eða spjalla og getur eytt miklum tíma í þetta áhugamál sitt. Þær byrjuðu í ungbarnasundi í dag og stóðu sig alveg frábærlega vel. Við mættum klukkan 17:00 á smá kynningarfund en biðum svo til klukkan 18:30 eftir að tíminn okkar byrjaði. Systurnar tóku sig rosalega vel út í nýju sundbolunum sem við keyptum á þær, sannkallaðar sundprinsessur. Þeim þótti þetta ekki leiðinlegt og stóðu sig einna best af nýliðunum (svona svo maður monti sig smá). Þær grétu lítið sem ekkert nema smá undir lokinn en þá voru þær líka orðnar svo þreyttar, svo þreyttar að Gunnar náði varla að klæða þær áður en þær voru sofnaðar. Næsti sundtími er á föstudaginn og ætlum við að standa okkur jafn vel þá. Amma og afi á Selfossi koma heim frá Kanarí á morgun og erum við rosalega spenntar að hitta þau aftur eftir 2 vikna fjarveru. Þau verða örugglega hissa að sjá hvað þær eru orðnar stórar. Inga og Gunnar Hólm komu í heimsókn á föstudaginn, það var æðislega gaman að hitta Gunnar loksins en hann bý í Danmörk, það var auðvitað æðislega gaman að hitta Ingu líka. Gunnar er 6 dögum yngri en systurnar og eiga þau eflaust eftir að leika sér mikið í náinni framtíð.

Linda Mjöll og Örvar pössuðu fyrir okkur á laugardagskvöldið frá 8 til 1 á meðan við fórum í 30 ára afmæli til Gyðu. Systurnar voru nú ekki að kippa sér upp við það og voru stilltar og prúðar, hlíddu öllu sem Linda sagði og fór í rúmmið án þess að kvarta.

Núna þurfa litlar þreyttar sundprinsessur að fara að sofa en við hendum inn nokkrum nýjum myndum fljótlega.

One reply on “19 vikna sundprinsessur.”

  1. loksins kvittar maður…
    ekkert smá myndarlegar stelpurnar ykkar eins og þær hafa alltaf verið..ég fer að draga tinnu með mér í heimsókn eða hreinlega koma bara ein:) ég veit þið bitið ekkert svo fast haha

    kv
    Tinna

Comments are closed.