Nýjustu tölur voru að detta í hús.

4 mánaða vigtun:

Þórunn Elísa 6210 gr. og 63 cm

Freydís Ólöf 6040 gr og 62 cm

Það eru smá veikindi á gangi á heimilinu ég búin að vera lasinn, allir kvefaðir, stelpurnar báðar með hósta og nú Þórunn komin með hita. Við báðum lækninn um að hlusta hana og kíkja í eyrun á henni og það kom allt vel út sem betur fer.

Við stelpurnar erum því heima ef eitthver vill kíkja 😉

3 replies on “Nýjustu tölur voru að detta í hús.”

  1. Ekkert smá miklar snúllur. Líka þvílíku dúllurnar svona nýklipptar:)
    Það er orðið svo langt síðan ég hef séð þær. Mér finnst þær nánast orðnar fullorðnar!
    Kossar og knús frá hele familien á Hafnarberginu.

  2. Sælar frænkur stórar og litlar 😉

    Ég skellihló þegar ég sá að múslurnar voru búnar að fara í klippingu 😉 Sóldís Ósk er ekki með mikið hár eftir af fína lubbanum sem hún fæddist með, er eiginlega bara með svona Denna dæmalausa lokk fremst við ennið 🙂 Pínu eins og hanakambur hehe.

    Sóldís var líka í 4 mánaða vigtun um daginn og mældist hvorki meira né minna 7740 gr og 62 cm !!!! Jamms hún er orðin svaka fín bolla 🙂 og bara á brjóstamjólk 🙂 Greinilega góður mömmurjóminn.

    Litlu systurnar eru æðislegar, frábært að geta fylgst með þeim svona á vefnum. En endilega komið í heimsókn næst þegar þið eruð á Selfossi.

    Vona að flensan staldri stutt við.

    Kveðja

    Jóhanna

Comments are closed.