4 mánaða prinsessur.

img_1339.JPG4 mánuðir er ekki langur tími svo það er ótrúlegt hve mikið getur gerst á þessum tíma. Eins og að lengjast um 12 cm á 3 mánuðum og að tvöfalda fæðingarþyngdina sína ( ekki það að ég myndi vilja tvöfalda þyngd mína á 3 mánuðum). Hlutir sem stelpurnar hafa lært frá því þær fæddust eins og að halda höfði, hjala, hlægja, brosa, skríkja, grípa í allt sem fyrir er helst hárið á mömmunni og bringuhárin á pabbanum hihi, velta sér af maganum á bakið og Freydís er farin að velta sér yfir á magan, þetta eru alveg átrúleg afrek. Það er svo gaman að horfa á þær leika sér liggjandi á leikteppunum sínum horfandi á dótið einbeittar á svipa ákveðnar að ná gripi á því þó það taki þær nokkrar tilraunir. Að sjá þær sofa er eins og að horfa á engla, svo slakar og friðsælar að ég legg stundum lófan á magan á þeim til að finna andardráttinn og litla hjartað þeirra slá. Þær eru orðnar svo duglegar að sofa á næturnar, sofa frá 23:30- 9 allar nætur (klukkutími til eða frá) en ekki vakandi frá 12-2 einsog þær gerðu hérna áður fyrr. Besta stund dagsins er á morgnanna þegar þær eru komnar uppí til mín til að fá morgunsopann sinn, svo brosmildar að það bræðir mann, ég get ekki kvartað undan þreytu þegar ég sé þær þó augnlokinn séu þung þá eru þær svo fallegar að ég nota alla mína krafta að halda þeim opnum. Þær hafa vaxið í svo miklar persónur, Þórunn Elísa þessi brosmilda litla fallega sál sem liggur, skríkir og spriklar svo mikið að það er næstum ógerlegt að setja á hana bleiu, litli kúrarinn sem bora nefinu sínu á kaf í bangsan sinn eða dregur hann yfir andlitið og Freydís Ólöf sem setur alltaf upp svo sætan hissa svip og brosir með öllu fallega andlitinu sínu, sefur alltaf ská í rúmminu og hreyfir sig svo mikið á gólfinu að hún er yfirleitt komin hálf út af teppinu eða yfir á magan.
Þetta hljómar kannski allt mjög væmið en setning sem að Gunnar sagði við mig einusinni lýsir þessum tilfinningum best ,,við höfum einungis átt þær í 4 mánuði en við getum ekki hugsað okkur lífið án þeirra”.

Úr allri þessari væmni yfir í svolítið sniðugt og hlut sem að gerist ekki á hverjum degi en ég fór með stelpurnar í klippingu í dag. Þær sátu stilltar og prúðar í fanginu á mér,og fannst þetta bara fínt, hárgreiðslukonan setti á þær litla sæta svuntu, bleytti greiðuna og greiddi þeim, klippti hárið og svo þegar það var búið var hárið þurrkað með hárblásara. Þeim var alveg sama, fannst þetta bara rosalega spennandi. Ef þær verða alltaf svona góðar í klippingu þá er það æðislegt, leiðinlegt að þurfa slást við börnin sín með það er verið að klippa þau. Við settum inn nokkrar nýjar myndir, þar á meðal af þeim ný klipptum. Þær eru æðislegar, kíkið.

4 replies on “4 mánaða prinsessur.”

  1. Hæ hæ sætu snúllur
    Þið eruð dásamlegar, orðnar svooo stórar 🙂
    sjáumst fljótleg
    kv. Hjördís og fylgifiskar

Comments are closed.