Í dag var stór dagur fyrir stelpurnar okkar því rétt rúmlega tvö voru þær skírðar. Fyrir þá sem eru bara rétt að kíkja inn á síðuna til að komast að því hvað þær voru skírðar þá heita þær TADDARRAAAAAAAA! Freydís Ólöf (B) og Þórunn Elísa (A). Fyrir ykkur sem eruð ekki farin þá voru þetta …
Category Archives: Tvillingarnir
Stóru stelpurnar.
Dömurnar fóru í 6 vikna skoðun í dag, (ætti frekar að vera 7 vikna skoðun en hverju skiptir það) þær voru vigtaðar og mældar og er A orðin 57 cm og 4325 gr á meðan B er 56,5 cm og 4185 gr. A á vinninginn þessa vikuna því á meðan hún er búin að þyngst …
Vigtun.
Stelpurnar eru orðnar 6 vikna og 3 daga gamlar. Í dag kom Elín hjúkka að vigta þær og viti menn A er orðin þyngri en systir sín, hún var reyndar nýbúin að drekka en það munar 100 gr á þeim. A er orðin 4280 en B 4180 gr. Stelpurnar eru farnar að brosa til útvaldra …
4000 grömmunum náð
Elín kom í gær og vigtaði stelpurnar og var A 4050 gr en B 4060 gr. Þá er þeim áfanga náð og stelpurnar orðnar nógu stórar til að manni finnist óhætt að fara með þær meira út eins og í vagninn og kannski í eina og eina búð. Okkur var bent á það uppá vökudeild að …