Þá erum við búin að prufa þetta í nokkra daga og því miður föttuðum við ekki hvenær prufutíminn rann út, annars hefðum við sko skilað þeim… Þetta byrjaði vel. Komum heim með dömurnar á mánudags eftirmiðdegi, gáfum þeim og lögðum þær aðeins. Að sjálfsögðu vöknuðu þær til að fá sér smá snarl nokkru seinna og …
Category Archives: Tvillingarnir
Loksins
Þetta er snúllurnar í hjónarúminu hjá mömmu sinni og pabba 🙂 Þær eru sem sagt komnar heim. Ekki alveg hægt að þurrka ánægjuglottið framan úr foreldrunum sem svífa um á bleiku skýi… Alla veganna þangað til að grátur um miðjar nætur byrjar 😉
28. okt
Í dag er merkisdagur. Í dag á Matthildur Erla, stóra systir, nefnilega afmæli. Skutlan orðin 8 ára og alveg svakalega stór. Af okkur spítaladýrunum er það að frétta hins vegar að þegar við mættum í gærmorgun höfðu sondurnar verið teknar úr snúllunum okkar. “Þær eru orðnar svo stórar að þær þurfa þetta ekkert” sagði ein …
Fimmtudagur…
… og stelpurnar okkar bara að verða 5 Daga þ.e.a.s. Við Brynja skutumst heim í dag til að ná í fleiri föt. Ég fór nefnilega í gær og náði í eitthvað en það var flest aðeins of stórt. Krúttin passa ekki alveg í 50-56. Því var farið heim í dag og nýja byrgðir sóttar og …