Það hellist yfir mann jólastemming þegar maður lítur út um gluggann, hvít jörð og jólaljósin farin að tínast í glugga og garða hjá fólki. Ég meira að segja búin að hengja upp eitt ljós og væri til í að fara baka jólasmákökur ef að klukkan væri aðeins meira en 9 að morgni. Það gengur vel …
Category Archives: Tvillingarnir
4 vikna prinsessur
Tíminn líður ekkert smá hratt en samt finnst mér svo langt síðan ég var að remba stelpunun út. Margt hefur skeð á þessum langa stutta tíma, stelpurnar þyngjast vel en í síðustu vigtun sem var á miðvikudaginn síðasta vóg A 3520 gr og B 3550 gr þannig að það munar orðið ekki neitt á þeim. …
Fyrsta baðferðin
Í gær, 08.11.2007, var merkisdagur. Þá fóru stelpurnar okkar í fyrsta skipti í bað. Okkur fannst þetta græna á þeim orðið svolítið mikið þannig að við spurðum lækninn sem var að tékka á fætinum á A hvað þetta græna væri. “Þetta er mosi” sagði læknirinn og ráðlagði okkur að baða þær hið snarasta. Kannski aðeins …
Nafnaveisla
Vorum að koma úr nafnaveislu á efri hæðinni. Það var verið að gefa litlu frænku nafn. Ekki það að hún sé eitthvað minni en við tvillingarnir en hún er þremur dögum yngri. Skutlan fékk nafnið Ísafold og óskum við henni til hamingju með það. Ætli við bíðum samt ekki eftir því að allar móðursystur okkar …