Það er kannski svolítið seint að setja myndirnar inn núna en betra seint en aldrei. Við fórum í myndatöku hjá Gunnari Nielsen og hann tók þessar fínu myndir af okkur skötuhjúum. Maður sér það svona eftir á hvað ég var orðin feit í framan og og öll útblásin af bjúg. Endilega kíkið á myndirnar.
Category Archives: Blogg
Mónitor
Fór í mónitor í morgun og blóðþrýstingsmælingu. Það kom allt vel út, þrýstingurinn var góður eða 133/80 og börnin spræk, fullt af hreyfingum og hjartslátturinn gaf ekkert uppi frekar en hinn dagin. Það er svo bara vonandi að þetta verði svona flott á mánudaginn líka en þá fer ég til Sveinu í mælingu.
25 vikur
26. vika = vika 25+0- 6 dagar Þú Hjartað í þér hefur stækkað og getur nú dælt 30% meira blóði sem þú hefur fengið á meðgöngunni. Legið er á stærð við stórt grasker og þú stækkar ört í augnablikinu. Þetta getur valdið húðsliti og það verður þú að taka sem upplifun þar sem þú getur …
Bölvað vesen
Já það er ekki hægt að segja annað en að það sé búið að vera bölvað vesen á mér síðustu daga. Þannig er það að á sunnudagskvöldið þegar ég var að fara að sofa þá fékk ég blöðrubólgu eða öll einkenna af henni, svo að ég gat ekkert sofið þá nóttina. Á mánudeginum þá hringdi …