Hann Guðmundur okkar

Þórunn Elísa: Mamma vildir þú bara eitt barn núna?
Ég : nei ég fékk ekki að ráða því elskan mín.
Þórunn Elísa: Ræður Guðmundur því?
Ég : Já Guðmundur ræður því 😉 fliss
Þórunn Elísa: Já Guðmundur ræður öllu.

(Guðmundur er semsagt Guð )

 

 

Hún Þórunn Elísa á alveg gullkornin fyrir okkur

Settur dagur 16 apríl 2012

Bumbubúinn strumpur er væntanlegur til okkar 16 apríl eða þar í kring þó svo það sé mælt sterklega með því að hann láti sjá sig á settum degi þar sem að það er afmælisdagur Ellýar ömmu. Í dag erum við á viku 17 og mamman súper hress enda finnur hún varla fyrir því að hún sé ólétt. Mamman var ekki alveg svona hress fyrstu vikurnar á meðgöngunni en hún lifði það af 😉
Bumban hefur ekkert verið að láta fara mikið fyrir sér enda kom hún frekar seint með tvö hvað þá eitt.
12 vikna sónarinn kom mjög vel út og 12 vikna og 16 vikna mæðraskoðanirnar, fyrir utan það að ég greindist með þvagfærasýkingu í prufu sem ég skilaði inn á 12 viku en það gleymdist að láta mig vita svo ég fékk ekki lyf við því fyrr en á 16 viku. Ljósan var alls ekki ánægð með þessa vinnuhætti hjá læknunum. En það er gott að það kom í ljós og það verður fylgst vel með því alla meðgönguna.
Þórunn Elísa og Freydís Ólöf eru mjög spenntar að eignast lítið systkyni og trúi ég ekki öðru en þær verði MJÖG duglegar að aðstoða mömmu sína og pabba að passa litla strump.
Við setjum inn myndir fljótlega 😀

Einburinn

Það er að bætast einburi við fjölskylduna eins og flestir hafa nú frétt og að því tilefni fær strumpurinn sá sinn dálk hér á tvillingasíðunni.

Tannburstun

Freydís (á meðan það var verið að tannbursta hana): “Ohhh ég er svo þyrst!”
Freydís: “Ohhh þú áttir að gefa mér vatn áður en þú byrjaðir að tannbursta”
Freydís: “Ef þú gefur mér ekki strax vatn þá dey ég úr hlátri”